Algengar spurningar

 1. 1) Netþjónustur bjóða upp á mismunandi vörur og þjónustuleiðir sem bjóða upp á mismikinn hraða. Er einkunn gefin fyrir vöru og hraða hvort fyrir sig?
  Hver netþjónusta getur notað viðeigandi heiti og hraða fyrir vörurnar sem hún býður upp á og gögn skýrslunnar taka mið af þeim upplýsingum sem við höfum um hverja netþjónustu. Í sumum tilfellum gefa netþjónustur okkur upplýsingar sem gera okkur kleift að greina og flokka mismunandi vörur og hraða. Í öðrum tilfellum höfum við ekki nógu ítarlegar upplýsingar um þann tengingarhraða sem er í boði fyrir notendur og gefum því almenna einkunn fyrir allan tengingarhraða.
 2. 2) Hvers vegna eru mörkin í 90%? Hvers vegna eru meðaltal eða miðgildi ekki notuð?
  Við hjá Google höfum trú á því að samræm og áreiðanleg netkerfi séu lykillinn að góðri upplifun notenda á internetinu. Þetta er ástæðan fyrir 90% mörkunum. Notendur geta búist við viðeigandi afköstum 90% tímans. Þó svo að hægt sé að nota miðgildi eða meðaltal til að gera grein fyrir meðalafköstum netkerfis, henta þau ekki til einkunnagjafar þar sem nauðsynlegt er að greina viðvarandi afköst netkerfis.
 3. 3) Tekur aðferðin tillit til netkerfa sem bjóða upp á há, viðvarandi afköst þegar netumferð er sem mest og umbunar þeim?
  Já. Þar sem magn gagnstreymis yfir mörkum (GAT) byggist á beiðnum (álagi), eiga tímaskeið þar sem notkun YouTube er mikil (t.d. á kvöldin) stærri þátt í magni gagnstreymis yfir mörkum og hafa því meiri áhrif á lokaeinkunnina. Aðferðin er stöðluð fyrir notkun.
 4. 4) Hvers konar beiðnir eru teknar með í útreikning einkunnanna?
  Beiðnir um vídeó á nútímasniði (t.d. DASH, HLS) eru teknar með í útreikninginn. Eldri snið (t.d. óaðlögunarhæf spilun, RTSP) eru ekki talin með þar sem ekki er hægt að mæla þau á áreiðanlegan hátt í eldri straumspilunarforritum. Með þessum hætti er hægt að viðhalda mikilli nákvæmni í útreikningi á einkunnum netþjónusta.
 5. 5) Hvaða þættir sem notendur hafa stjórn á geta haft áhrif á vídeógæði?
  Einstaklingsbundnar niðurstöður geta oltið á þáttum eins og fjölda tengdra notenda eða tækja, vélbúnaði, hugbúnaði og hugbúnaðaruppsetningu, nettengingu (þráðlaus eða snúrutenging) og hvort hámörkum gagnakvóta hafi verið náð eður ei.