Aðferðin

Aðferðin sem við notum til að komast að því hvort netþjónusta geti að staðaldri veitt YouTube í háskerpu.

Einkunnir

Hvað eru einkunnir?

Einkunnirnar gefa til kynna straumspilunargæði vídeóa sem þú getur búist við (að minnsta kosti 90% tímans) þegar þú horfir á YouTube hjá netþjónustu ákveðins svæðis.

 • Vottuð háskerpukerfi YouTube: Notendur netkerfa sem eru vottuð fyrir háskerpu á YouTube geta reiknað með hnökralausri spilun mestallan tímann þegar þeir horfa á YouTube vídeó í háskerpu (720p og hærra).
 • Stöðluð upplausn: Notendur netkerfa sem flokkuð eru fyrir staðlaða upplausn geta búist við hnökralausri spilun YouTube vídeóa í staðlaðri upplausn (360p) en geta orðið varir við truflanir af og til þegar YouTube háskerpuvídeó eru spiluð (720p og hærra).
 • Lágskerpa: Notendur netkerfa sem flokkuð eru fyrir lágskerpu geta orðið varir við óskýr myndgæði og tíðar truflanir þegar YouTube vídeó eru spiluð í 360p og hærri upplausn.

Hvers vegna eru þessi gögn nytsamleg?

Í stað þess að byggja gögnin á litlum hópi notenda miðast skýrslan af milljörðum YouTube vídeóa sem spiluð hafa verið í gegnum þúsundir netþjónusta.

 • Við gefum gætur að því hversu langan tíma tók að hlaða YouTube vídeógögn síðustu 30 dagana.
 • Við flokkum niðurstöðurnar eftir netþjónustum og svæðum.
 • Við greinum hver lægsti hraði var a.m.k. 90% spilunartímans.

Hvernig eru persónuupplýsingarnar mínar verndaðar?

Um er að ræða ónafngreind gögn um alla sem horfa á YouTube í gegnum netþjónustu.

 • Flokkunin á við um netkerfi, ekki notendur.
 • Öll gögn eru gerð ónafngreinanleg og engar notendaupplýsingar eru geymdar eða notaðar.
 • Við munum aðeins sýna niðurstöður svæða þar sem margir notendur eru til staðar.

Ágrip

Margir þættir geta hver um sig haft áhrif á reynslu notenda af internetinu, þar á meðal, þó ekki takmarkist við, tengingarhraði notanda, áreiðanleiki netkerfisins sem veitir aðgang að internetinu, tiltækileiki og megineiginleikar forritsþjóna og í sumum tilfellum má einnig nefna uppsetningu heimanets notenda. Stakir og einstaklingsbundnir þættir eins og aðgangshraði eða geta þjóns nægja ekki til að endurspegla raunverulega upplifun notenda. Altæk mæling á notkunargetu sem tekur tillit til allra áhrifaþátta er rétta leiðin til að mæla og greina raunverulega upplifun notenda á internetinu.

Hér er greint frá flokkunaraðferð netþjónusta hvað varðar getu YouTube vídeóa. Aðferðin byggist á mælingum viðvarandi notkunargetu. Þessar mælingar miða að því að bjóða upp á þýðingarmikla og einfalda flokkun sem endurspeglar raunverulega upplifun notenda internetsins á nákvæman hátt.

Aðferð

Mælingar

Dæmigerð spilun YouTube vídeós felst í því að biðlari YouTube (spilari) nær í vídeóbæti í straumspilun frá YouTube þjóni (CDN) í gegnum eina beiðni eða fleiri (t.d. HTTP GET). Fyrsta skrefið í flokkun netþjóna er að mæla viðvarandi flutningshraða þessara vídeóbæta frá þjóninum til biðlarans. Til að mæla afköst gegnumstreymisins (gagnstreymis) eru eftirfarandi þættir skráðir fyrir hverja beiðni:

 1. 1) Auðkenni beiðni: Tímastimpill upphaflegrar beiðni, aðgangsnet (t.d. umferðarteppa á netkerfi, sjálfstætt kerfisnúmer netþjónustu) og gróf staðsetning (t.d. land eða landsvæði) sem fengin eru með notendaupplýsingum svo sem IP-tölu, notandamiðlara o.s.frv. Athugaðu að þegar IP-tölu er breytt í staðsetningu getur staðsetningin verið röng í sumum tilfellum.
 2. 2) Stærð svars: Fjöldi forritsbæta (að meðtöldum forritshausum án kjarnasamsetningar) sem send eru frá þjóni til biðlara þegar orðið er við beiðninni.
 3. 3) Svartími: Sá tími sem líður þar til þjónninn svarar beiðninni, að meðtöldum sendingartíma netkerfisins (þau bæti sem biðlarinn staðfestir).

Samkvæmt þessum mælingum er gagnstreymi beiðninnar „R“ reiknað út með aðferðinni hér fyrir neðan. Hver beiðni sem reiknuð er út er dæmi um gagnstreymi.

Gagnstreymi
R
= Stærð svars
R
/ Stærð svars
R

Einkunnir

Einkunnir eru gefnar með því að safna saman viðeigandi gagnstreymisdæmum sem skráð eru í mælingunum. Aðferðin styður að einkunnir séu reiknaðar út á mismunandi stigum fyrir valið umfang. Til dæmis er hægt að reikna út einkunn fyrir netþjónustu eftir mismunandi tímaskeiðum (t.d. tíma dagsins, degi, viku, mánuði) og/eða mismunandi svæðum (t.d. landi, sýslu, borg eða þéttbýlissvæði).

Fyrir tímaskeiðið „T“ (t.d. 30 daga tímabil) og svæðið „L“ (t.d. San Francisco, CA, í Bandaríkjunum) er einkunn netþjónustunnar „P“ (t.d. Comcast) reiknuð út á eftirfarandi hátt:

 1. 1) Viðeigandi dæmi tekin saman: Öllum gagnstreymisdæmum sem auðkennd eru með „T“, „L“ og „P“ er safnað saman. Um er að ræða beiðnir sem sendar voru í gegnum viðeigandi netþjónustu, frá viðeigandi svæði, á viðeigandi tíma.
 2. 2) Útreikningur á magni gagnstreymis yfir mörkum (Goodput Above Threshold): Hvert gagnstreymisdæmi er sett í einn getuflokkanna: háskerpu (HD), staðlaða upplausn (SD) eða lágskerpu (LD) samkvæmt mörkum gagnstreymis sem tekin eru fram í töflunni hér fyrir neðan. Með þessu fæst brúttó uppsöfnunarmagn gagnstreymis yfir mörkum fyrir valið umfang.
Flokkar gagnstreymis yfir mörkum Mörk gagnstreymis
HD > 2,5 Mbps
SD 0,7 til 2,5 Mbps
LD < 0,7 Mbps
Dæmi í háskerpu Dæmi í staðlaðri upplausn Dæmi í lágskerpu Magn (gagnstreymi yfir mörkum)
 1. 3) Skilgreina forsendur einkunna: Forsendur einkunnagjafar netþjóna eru ákvarðaðar samkvæmt kröfum um lágmarksmagn gagnstreymis yfir mörkum fyrir hvert einkunnaþrep. Þar sem þessi þáttur á að endurspegla samræmi og áreiðanleika netkerfis netþjónustunnar þarf einkunnin að vera í samræmi við viðvarandi afköst en ekki dæmigerð afköst (meðalafköst). Til að þetta sé hægt höfum við þrjá einkunnakvarða: GAT-90 (90% beiðna yfir mörkum), GAT-95 (95% beiðna yfir mörkum), GAT-99 (99% beiðna yfir mörkum) til að endurspegla mismunandi stig áreiðanleika.

  Á eftirfarandi töflu eru teknar fram þær forsendur sem notaðar eru til að veita lokaeinkunn netþjónusta samkvæmt aðferðinni okkar í flokknum GAT-90. Þessi 90% eru gefin eftir nána athugun á verklegum afköstum á þessu sviði. Mörkin munu fylgja náið þróun netkerfisgetu eftir því sem á líður.

Einkunn Forsendur (GAT-90)
HD A.m.k. 90% dæmanna eru
merkt í háskerpu (HD)
SD A.m.k. 90% dæmanna eru
merkt í staðlaðri upplausn (SD) að minnsta kosti
LD Hvorugt ofangreindra atriða
 1. 4) Einkunnum úthlutað: Einkunnaþrepin þrjú frá skrefi 2 eru lögð saman til að umbreyta brúttómagni gagnstreymis yfir mörkum í prósentuhlutfall gagnstreymis yfir mörkum. Lokaeinkunn er gefin samkvæmt forsendunum sem teknar eru fram í skrefi 3. Á skýringarmyndinni hér fyrir neðan er netkerfið í flokki staðlaðrar upplausnar (SD) þar sem a.m.k. 90% beiðnanna standast þessar kröfur (þ.e. netkerfið býður upp á staðlaða upplausn fyrir meira en 90% beiðnanna sem orðið var við).
0% 20% 40% 60% 80% 100% SD Einkunn í 90%

Persónuvernd

Flokkunin á við um netkerfi, ekki notendur. Öll gagnstreymisdæmi eru gerð ónafngreinanleg og engar notendaupplýsingar (t.d. fótspor vafra eða IP-tala) eru geymdar eða notaðar í útreikningi einkunanna. Þess að auki má nefna að ef samantekið magn dæmanna fyrir valið svæði og tímaskeið er undir ákveðnum mörkum munu víðtækari gögn vera notuð til útreiknings (þ.e. samantekt frá stærri svæðum og/eða lengri tímaskeiðum) sem standast stærðarkröfur til að hægt sé að reikna út einkunnir.