Margir þættir geta hver um sig haft áhrif á reynslu notenda af internetinu, þar á meðal, þó ekki takmarkist við, tengingarhraði notanda, áreiðanleiki netkerfisins sem veitir aðgang að internetinu, tiltækileiki og megineiginleikar forritsþjóna og í sumum tilfellum má einnig nefna uppsetningu heimanets notenda. Stakir og einstaklingsbundnir þættir eins og aðgangshraði eða geta þjóns nægja ekki til að endurspegla raunverulega upplifun notenda. Altæk mæling á notkunargetu sem tekur tillit til allra áhrifaþátta er rétta leiðin til að mæla og greina raunverulega upplifun notenda á internetinu.
Hér er greint frá flokkunaraðferð netþjónusta hvað varðar getu YouTube vídeóa. Aðferðin byggist á mælingum viðvarandi notkunargetu. Þessar mælingar miða að því að bjóða upp á þýðingarmikla og einfalda flokkun sem endurspeglar raunverulega upplifun notenda internetsins á nákvæman hátt.
Dæmigerð spilun YouTube vídeós felst í því að biðlari YouTube (spilari) nær í vídeóbæti í straumspilun frá YouTube þjóni (CDN) í gegnum eina beiðni eða fleiri (t.d. HTTP GET). Fyrsta skrefið í flokkun netþjóna er að mæla viðvarandi flutningshraða þessara vídeóbæta frá þjóninum til biðlarans. Til að mæla afköst gegnumstreymisins (gagnstreymis) eru eftirfarandi þættir skráðir fyrir hverja beiðni:
Samkvæmt þessum mælingum er gagnstreymi beiðninnar „R“ reiknað út með aðferðinni hér fyrir neðan. Hver beiðni sem reiknuð er út er dæmi um gagnstreymi.
Einkunnir eru gefnar með því að safna saman viðeigandi gagnstreymisdæmum sem skráð eru í mælingunum. Aðferðin styður að einkunnir séu reiknaðar út á mismunandi stigum fyrir valið umfang. Til dæmis er hægt að reikna út einkunn fyrir netþjónustu eftir mismunandi tímaskeiðum (t.d. tíma dagsins, degi, viku, mánuði) og/eða mismunandi svæðum (t.d. landi, sýslu, borg eða þéttbýlissvæði).
Fyrir tímaskeiðið „T“ (t.d. 30 daga tímabil) og svæðið „L“ (t.d. San Francisco, CA, í Bandaríkjunum) er einkunn netþjónustunnar „P“ (t.d. Comcast) reiknuð út á eftirfarandi hátt:
Flokkar gagnstreymis yfir mörkum | Mörk gagnstreymis | Röksemdir |
---|---|---|
Háskerpa (HD) | > 2,5 Mbps | Lágmarks gagnstreymi sem nauðsynlegt er til að viðhalda YouTube vídeói í háskerpu í 720p að meðaltali |
Stöðluð upplausn (SD) | 0,7 til 2,5 Mbps | Lágmarks gagnstreymi sem nauðsynlegt er til að viðhalda YouTube vídeói í staðalgæðum í 360p að meðaltali |
Lágskerpa (LD) | < 0,7 Mbps | Of lítið gagnstreymi til að viðhalda YouTube vídeói í 360p upplausn |
3) Skilgreina forsendur einkunna: Forsendur einkunnagjafar netþjóna eru ákvarðaðar samkvæmt kröfum um lágmarksmagn gagnstreymis yfir mörkum fyrir hvert einkunnaþrep. Þar sem þessi þáttur á að endurspegla samræmi og áreiðanleika netkerfis netþjónustunnar þarf einkunnin að vera í samræmi við viðvarandi afköst en ekki dæmigerð afköst (meðalafköst). Til að þetta sé hægt höfum við þrjá einkunnakvarða: GAT-90 (90% beiðna yfir mörkum), GAT-95 (95% beiðna yfir mörkum), GAT-99 (99% beiðna yfir mörkum) til að endurspegla mismunandi stig áreiðanleika.
Á eftirfarandi töflu eru teknar fram þær forsendur sem notaðar eru til að veita lokaeinkunn netþjónusta samkvæmt aðferðinni okkar í flokknum GAT-90. Þessi 90% eru gefin eftir nána athugun á verklegum afköstum á þessu sviði. Mörkin munu fylgja náið þróun netkerfisgetu eftir því sem á líður.
Einkunn | Forsendur (GAT-90) | Röksemdir |
---|---|---|
Háskerpa (HD) |
A.m.k. 90% dæmanna eru merkt í háskerpu (HD) |
Netkerfið býður upp á samræmda og áreiðanlega notkun YouTube í háskerpu (720p) |
Stöðluð upplausn (SD) |
A.m.k. 90% dæmanna eru merkt í staðlaðri upplausn (SD) að minnsta kosti |
Netkerfið býður upp á samræmda og áreiðanlega notkun á YouTube í staðlaðri upplausn (360p) |
Lágskerpa (LD) | Hvorugt ofangreindra atriða | Netkerfið býður ekki upp á áreiðanlega notkun YouTube |
Flokkunin á við um netkerfi, ekki notendur. Öll gagnstreymisdæmi eru gerð ónafngreinanleg og engar notendaupplýsingar (t.d. fótspor vafra eða IP-tala) eru geymdar eða notaðar í útreikningi einkunanna. Þess að auki má nefna að ef samantekið magn dæmanna fyrir valið svæði og tímaskeið er undir ákveðnum mörkum munu víðtækari gögn vera notuð til útreiknings (þ.e. samantekt frá stærri svæðum og/eða lengri tímaskeiðum) sem standast stærðarkröfur til að hægt sé að reikna út einkunnir.