Myndataka fortíðarinnar mætir myndaskanna framtíðarinnar.

Skannaðu myndir á örfáum sekúndum

Gerðu meira en að taka einfaldlega mynd af mynd. Búðu til betrumbætt stafræn afrit með sjálfvirkri greiningu á brúnum, leiðréttingu á sjónarhorni og snjallsnúningi.

Fullkomin myndgæði og enginn glampi

PhotoScan sameinar margar myndir til að fjarlægja glampa og bæta gæði skannaðra mynda.

Skipuleggðu myndasafnið með Google myndum

Taktu afrit af skönnuðum myndum með forriti Google Mynda til að halda þeim öruggum og skipulögðum, ásamt því að geta leitað í þeim eftir fólki og hlutum sem eru á myndunum. Veittu skönnuðum myndum nýtt líf með kvikmyndum, síum og ítarlegri myndvinnslu.

Náðu í myndaskanna framtíðarinnar