Þægilegur og öruggur aðgangur að öllu efninu þínu

Geymsla, deiling og samvinna í skrám og möppum úr hvaða snjalltæki, spjaldtölvu eða tölvu sem er
Borði
Tákn

Samstarfsforrit í skýi til að efla samvinnu

Þægilegt er að nota Drive með Skjölum, Töflureiknum og Skyggnum, forritum í skýinu sem gera teyminu þínu kleift að eiga gott samstarf í rauntíma. Búðu til og deildu efni með teyminu þínu frá fyrsta degi án þess að þurfa að flytja þig úr eldri verkfærum.

Frekari upplýsingar
Borði
Tákn

Samþætting við verkfæri og forrit sem teymið þitt notar nú þegar

Hægt er að samþætta Drive við fyrirliggjandi búnað teymisins til að gera hann enn betri. Þið getið unnið saman að Microsoft Office-skrám án þess að þurfa að umbreyta skráarsniðum og breytt og vistað fleiri en 100 skráargerðir til viðbótar, þar á meðal PDF, CAD-skrár, myndir og fleira.
Frekari upplýsingar
Borði
Tákn

Gervigreindar- og leitartækni Google hjálpar starfsfólkinu að vinna hraðar

Öflugir leitareiginleikar Google eru felldir inn í Drive og bjóða upp á framúrskarandi hraða, afköst og áreiðanleika. Eiginleikar á borð við Forgang nota gervigreind til að sjá fyrir að hverju þú leitar og birta það efni sem á best við, sem hjálpar teyminu að finna skrár allt að helmingi hraðar.
Frekari upplýsingar
Borði

Notaðu Drive í hvaða tæki sem er

Drive virkar í öllum helstu kerfum, sem gerir þér kleift að vinna án hindrana í vafra, snjalltæki, spjaldtölvu og tölvu.

Þúsundir teyma eru þegar byrjaðar að nota Drive til að umbylta starfsháttum sínum

Tákn Tákn Tákn Tákn Tákn

Notendur kjósa Drive fram yfir vörur keppinauta

Heimild: G2.com, Inc., Febrúar 2020

4,7

4,3

4,2

4,2


Drive má samþætta við verkfærin sem teymið þitt notar nú þegar

Við skulum hefjast handa

Tákn

Einstaklingar

Geymdu, deildu og opnaðu skrár og möppur úr hvaða snjalltæki, spjaldtölvu eða tölvu sem er. Fyrstu 15 GB af geymslurými eru ókeypis.

Tákn

Teymi

Hjálpaðu teyminu að vinna hraðar með öruggum samstarfsvettvangi í skýinu sem auðveldar ykkur að deila, geyma og opna skrár.

Tákn

Fyrirtæki

Verndaðu gögn fyrirtækisins með Vörn gegn gagnatapi, Vault fyrir eDiscovery og geymslu, auk öryggismiðstöðvar.

Úrræði